Pistill: AGS bíður eftir Norðurlöndum sem bíða eftir Icesave Friðrik Indriðason skrifar 31. júlí 2009 11:14 Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun