Viðskipti innlent

Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabanka var 7,1 milljarður

Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabankanum í desember nam 50 milljónum evra eða rúmlega 7,1 milljarði kr. Kom það til viðbótar því 133 milljón evra láni sem Straumur sagðist hafa fengið frá erlendum bönkum.

Í tilkynningu frá Straumi segir að vegna misvísandi frétta undanfarið um lánveitingar til Straums í desember s.l. telur bankinn nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri.

„Í desember s.l. fékk Straumur að láni 133 milljónir evra frá erlendum lánastofnunum til að endurgreiða hluta af láni sem var þá á gjalddaga. Mismunur á upphæð lánsins sem var á gjalddaga, og nýja lánsins, var greiddur meðal annars með veðláni (repo) frá Seðlabanka Íslands að upphæð 50 millijónir evra eða .

Straumur tilkynnti til Kauphallar um endurfjármögnun á 133 milljónum evra eins og reglur Kauphallar gera ráð fyrir. Straumur sá ekki ástæðu til að tilkynna um viðkomandi veðlán frekar en önnur veðlán sem bankinn hefur tekið hjá Seðlabanka Íslands, enda er slíkt ekki venja hvorki hjá Straumi né öðrum bönkum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×