Viðskipti innlent

Jón telur sig hafa forkaupsrétt á Senu

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.
Athafnamaðurinn Jón Ólafsson telur sig hafa átt forkaupsrétt á Senu, sem seld var á dögunum og hefur falið lögfræðingum sínum að skoða málið.

Jón stofnaði Skífuna, sem síðar varð Sena, en seldi hana til Norðurljósa árið 2003. Fyrirtækið Gaðarshólmi keypti svo Senu af Íslenskri afþreyingu í síðustu viku. Jón Ólafsson ætlaði ásamt bandaríska afþreyingarrisanum William Morris Agency að gera tilboð í Senu en hætti við.

Þetta kemur fram í Markaðnum á eftir en viðtalið við Jón var tekið upp í gær þar sem hann er staddur erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×