Miðherjinn sterki George Byrd er kominn hingað til lands á ný og er við það að semja við 1. deildarlið Hauka eftir því sem fram kemur á karfan.is.
Byrd hefur áður leikið fyrir Pétur Ingvarsson þjálfara Hauka hér á landi, en Haukamenn ætla sér ekki að staldra lengi við í næstefstu deild.
Haukar sitja sem stendur í öðru sæti 1. deildar með 14 stig úr 9 leikjum, en Hamarsmenn eru þar á toppnum með fullt hús stiga - 18 stig - eftir 9 leiki. Fjölnir og Valur koma næst með 12 stig í þriðja og fjórða sæti.