Erlent

Amma seldi barnaklám

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fóstra og amma eru meðal fjögurra aðila sem breskir saksóknarar hafa ákært fyrir að starfrækja barnaklámhring á Netinu. Fóstran starfaði á barnaheimili og myndaði á fjórða tug barna þar á klámfenginn hátt með myndavél sem innbyggð var í síma hennar. Hún setti myndirnar því næst á Netið og amman, sem er á fimmtugsaldri, annaðist dreifingu þeirra gegn gjaldi. Tvennt í viðbót kom einnig að dreifingunni, bæði tæplega fertug. Foreldrar 33 barna sem dvöldu á barnaheimilinu höfðu haft samband við lögreglu og sagst óttast að börn þeirra væru á einhvern hátt misnotuð á heimilinu. Þessar grunsemdir hrintu af stað rannsókn sem leiddi athæfi hinna grunuðu í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×