Viðskipti innlent

FME frestar yfirfærslu lána frá Straumi til Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta yfirfærslu innlána Straums til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða.

Í frétt um málið á vefsíðu FME segir að um sé að ræða flókið verkefni sem er tímafrekara en ætlað var. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka yfirfærslu innlána og útgáfu skulda- og tryggingarskjala.

Yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og tryggingarskjala skal fara fram eigi síðar en kl. 9.00 föstudaginn 3. apríl 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×