Innlent

Slökkviliðsmenn fundu eldinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Gæslunnar er notuð til slökkvistarfa. Mynd/ Vilhelm.
Þyrla Gæslunnar er notuð til slökkvistarfa. Mynd/ Vilhelm.
Slökkviliðið nýtur nú aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við að slökkva gróðureld við Helgarfell nálægt Hafnarfirði.

Slökkviliðsmenn urðu varir við töluverðan reyk upp úr klukkan þrjú í dag og var lið strax sent á staðinn til þess að kanna hvaðan eldurinn kæmi og freista þess að slökkva hann. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða og er hann erfiður viðureignar.

Vonast slökkviliðsmenn til þess að þyrla Gæslunnar geti auðveldað slökkviliðsmönnum að fást við eldinn, en í þyrlunni er sérstakur vatnspoki hangir úr þyrlunni og er vatni sleppt úr honum á eldinn.




Tengdar fréttir

Slökkviliðið leitar að eldsvoða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leitar að eldsvoða en þeir fengu tilkynningu um reyk við Bláfjallaafleggjara fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×