Viðskipti innlent

Seðlabankinn vísar á bug að hafa gert kröfu um leynd

Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán Jóhann Stefánsson

„Hér í Seðlabankanum vísa menn því alfarið á bug að bankinn hafi gert kröfu um að leynd hvíldi á lánveitingu bankans til Straums," segir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans vegna fréttar um málið hér á vefnum.

Stefán Jóhann segir að viðkomandi lán hafi verið afgreitt í samræmi við lög og þær reglur sem gilda um slíkt hjá Seðlabankanum.

„Seðlabanka Íslands er ekki ætlað að upplýsa um viðskipti af þessu tagi," segir Stefán Jóhann. "Það getur hinsvegar lántakandinn gert ef hann kýs svo."






Tengdar fréttir

Seðlabankinn gerði kröfu um leynd á láni til Straums

Seðlabankinn gerði þá kröfu á lánveitingu til Straums í desember s.l. að henni yrði haldið leyndri samkvæmt heimildum Fréttastofu. Hér var ekki um 133 milljón evra lánið að ræða sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu heldur annað evrulán sem Seðlabankinn veitti Straumi á sama tíma og tilkynnt var um 133 milljónirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×