Viðskipti innlent

Byggðastofnun tapaði 528 milljónum í fyrra

Tap Byggðastofnunnar á síðasta ári nam 528 milljónum kr. miðað við 179 milljón kr. tap árið 2007. Þetta kemur fram í ársuppgjöri stofnunarinnar.

Eignir Byggðastofnunar í lok árs 2008 námu 23.3 milljörðum kr., þar af námu útlán 19.7 milljörðum kr. og hafa hækkað um 10.2 milljörðum kr. frá lok árs 2007. Skuldir Byggðastofnunar námu 21.6 milljörðum kr. og hafa hækkað um 10.9 milljarða kr. frá árinu 2007.

Á árinu veitti stofnunin ný lán að fjárhæð 3.9 milljarða kr. en samsvarandi fjárhæð árið 2007 nam 2 milljörðum kr.

Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.544.537 þús. kr. eða 6,63% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hefur lækkað úr 2.072.520 þús. kr. Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 2,80%. Samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svara 8% af áhættugrunni.

Skýrist lækkun eiginfjárhlutfallsins af tvöföldun efnahagsreiknings Byggðastofnunnar, en 75% af útlánasafni stofnunarinnar er í erlendri mynt. Vegna falls íslensku krónunnar var framlag í varasjóð vegna útlána 1.2 milljarður kr. og endurmat á hlutafjáreign rúmlega 421 þúsund kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×