Viðskipti innlent

Samkomulag við kröfuhafa bankanna liggi fyrir í apríl

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að íslensk stjórnvöld reikni með að samkomulag við erlenda kröfuhafa stóru bankanna þriggja liggi fyrir í apríl. Og að í framhaldinu verði byrjað að létta á gjaldeyrishöftunum á seinni hluta ársins.

Þetta kemur fram í símaviðtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Gylfa sem birt er í dag. Þar kemur m.a. fram að íslensk stjórnvöld gætu boðið kröfuhöfunum þann kost að gerast hluthafar í nýju bönkunum þremur. Og stjórnvöld gætu reynt að fá kröfuhafana til að kaupa ríkisbréf til lengri tíma.

„Ég geri ráð fyrir að megnið af þessu muni gerast í apríl," segir Gylfi. „Við þurfum ekki að bjóða öllum upp á sömu lausnirnar þannig að ákveðinn sveigjaleiki er til staðar."

Viðskiptaráðherra segir að ef mál kröfuhafana verði leyst á opin og gagnsæjan hátt gætu þeir komið aftur að fjárfestinum á Íslandi „tiltölulega fljótlega" eins og hann orðar það.

Þá kemur fram í máli Gylfa að ekki standi til að neyða lífeyrissjóðina til þess að selja erlendar eignir sínar á móti uppgjörum á krónubréfum til þess að halda stöðugleika á gengi krónunnar.

Hvað varðar afnám á gjaldeyrishöftunum segir Gylfi að stjórnvöld muni grípa til allra tiltækra ráða til að takmarka veikingu á gengi krónunnar í framhaldinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×