Framkvæmdastjóri AGS gagnrýnir fyrrverandi ríkisstjórn Íslands 20. maí 2009 13:41 Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fór gagnrýnum orðum um fyrrverandi ríkisstjórn Íslands, undir forystu Geirs H. Haarde, í ræðu sem hann hélt á fundi hjá seðlabanka Austurríkis í Vín í síðustu viku. Ræða Strauss-Kahn fjallaði um áfallastjórnun og samhæfðar aðgerðir í fjármálakreppunni og hann nefndi fyrrverandi ríkisstjórn Íslands sem dæmi þar sem samræmdar aðgerðir í kjölfar bankahrunsins s.l. haust hefðu mistekist. „Ég get bent á ákveðin dæmi þar sem samræmdar aðgerðir mistókust eins og við gjaldþrot Lehman og hruns íslenska bankakerfisins," sagði Strauss-Kahn. „Þegar Lehman féll gripu þjóðir strax til þess ráðs að slá skjaldborg um eignir innan eigin lögsögu. Á Íslandi kom upp svipað dæmi. Þótt að íslensku bankarnir hefði fjölda af erlendum innistæðueigendum brugðust stjórnvöld í því að samhæfa aðgerðir sínar ásamt þeim þjóðum sem áttu hlut að máli." Strauss-Kahn sagði síðan að viðkomandi þjóðir hefðu mætt þessu með því að yfirtaka eigur íslensku bankanna til að verja eigin innistæðueigendur. „Þetta var ekki besta útkoman," sagði Strauss-Kahn. „Mistök voru gerð en stjórnvöld lærðu af þeim mistökum og eru enn að læra. Eftir því sem fjármálakreppan þróaðist og varð að stærra alþjóðlegu vandamáli urðu viðbrögðin við henni meira samræmd." Í ræðunni fór Strauss-Kahn síðan yfir þau ráð sem gripið hefur verið til, miklar stýrivaxtalækkanir, aukið lausafé til bankanna ásamt annarri aðstoð og björgunaraðgerðum. Enn hann varar jafnframt við að kreppan sé ekki yfirstaðin. Mikið verk sé enn framundan og menn ættu ekki að fara að slappa af í aðgerðum sínum núna. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fór gagnrýnum orðum um fyrrverandi ríkisstjórn Íslands, undir forystu Geirs H. Haarde, í ræðu sem hann hélt á fundi hjá seðlabanka Austurríkis í Vín í síðustu viku. Ræða Strauss-Kahn fjallaði um áfallastjórnun og samhæfðar aðgerðir í fjármálakreppunni og hann nefndi fyrrverandi ríkisstjórn Íslands sem dæmi þar sem samræmdar aðgerðir í kjölfar bankahrunsins s.l. haust hefðu mistekist. „Ég get bent á ákveðin dæmi þar sem samræmdar aðgerðir mistókust eins og við gjaldþrot Lehman og hruns íslenska bankakerfisins," sagði Strauss-Kahn. „Þegar Lehman féll gripu þjóðir strax til þess ráðs að slá skjaldborg um eignir innan eigin lögsögu. Á Íslandi kom upp svipað dæmi. Þótt að íslensku bankarnir hefði fjölda af erlendum innistæðueigendum brugðust stjórnvöld í því að samhæfa aðgerðir sínar ásamt þeim þjóðum sem áttu hlut að máli." Strauss-Kahn sagði síðan að viðkomandi þjóðir hefðu mætt þessu með því að yfirtaka eigur íslensku bankanna til að verja eigin innistæðueigendur. „Þetta var ekki besta útkoman," sagði Strauss-Kahn. „Mistök voru gerð en stjórnvöld lærðu af þeim mistökum og eru enn að læra. Eftir því sem fjármálakreppan þróaðist og varð að stærra alþjóðlegu vandamáli urðu viðbrögðin við henni meira samræmd." Í ræðunni fór Strauss-Kahn síðan yfir þau ráð sem gripið hefur verið til, miklar stýrivaxtalækkanir, aukið lausafé til bankanna ásamt annarri aðstoð og björgunaraðgerðum. Enn hann varar jafnframt við að kreppan sé ekki yfirstaðin. Mikið verk sé enn framundan og menn ættu ekki að fara að slappa af í aðgerðum sínum núna.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira