Ríkisstjórn á réttri leið 25. apríl 2009 06:30 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili. Margvísleg mildandi úrræði fyrir heimili og fyrirtæki hafa verið innleidd þrátt fyrir þröngan fjárhag. Fleiri úrræði munu þurfa að fylgja. Fólk finnur að málin eru að fara í rétta átt. Samfylkingin og Vinstri grænir eiga það sameiginlegt að aðhyllast lýðræðislega jafnaðarstefnu og norræna velferðarsamfélagið. Það er mikilvægasti grunnur samstarfs þeirra til lengri tíma. Það voru einmitt sambærilegir stjórnmálaflokkar, jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn, sem byggðu upp skandinavísku velferðarríkin á löngum stjórnartíma. Þeirra eru farsælustu samfélög jarðarinnar, sem koma best út úr öllum alþjóðlegum samanburði á lífskjörum almennings, samfélagsgæðum, samkeppnishæfni atvinnulífs og nýsköpun. Þangað eigum við Íslendingar nú að leita fyrirmynda í því sem best hefur tekist hjá frændum okkar og vinum. Í staðinn eigum við að hverfa frá hinni bandarísku öfgafrjálshyggju sem innleidd var hér í vaxandi mæli frá 1995. Stefnan í Evrópumálum greinir stjórnarflokkana hins vegar að. Samfylking leggur ríka áherslu á aðildarumsókn strax, sem borin verði svo undir þjóðina. V-G eru andvíg aðild, en hafa þó sagt að þau vilji leyfa þjóðinni að ráða. Það er allt sem þarf. Þess vegna verður að sækja um aðild til að fá upp á borð hvaða skilyrði bjóðast svo þjóðin geti tekið afstöðu til þeirra. Sjálfur tel ég miklar líkur á að þjóðin felli jafnvel góðan aðildarsamning. Ef svo fer þarf nýja leið, því krónan hefur brugðist okkur. Þessi mál þarf að útkljá án tafar. Mikilvægast er að núverandi stjórnarflokkar starfi vel áfram með traustan meirihluta, sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir á endurreisnartímanum. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru trygging almennings fyrir því að heiðarleika, vinnusemi og sanngirni verður gætt í því sem framundan er. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur náð miklum árangri á stuttum tíma, þrátt fyrir að vera í minnihuta á þingi. Flokkarnir starfa augljóslega vel saman. Stjórnin hefur náð tökum á hinu erfiða ástandi, gert nauðsynlegar breytingar í lykilstofnunum, komið uppgjörsmálum vegna hrunsins í trausta farvegi og náð þeim árangri við útfærslu endurreisnaráætlunar AGS að nú hillir undir að bankarnir fari að geta starfað eðlilega fyrir atvinnulíf og heimili. Margvísleg mildandi úrræði fyrir heimili og fyrirtæki hafa verið innleidd þrátt fyrir þröngan fjárhag. Fleiri úrræði munu þurfa að fylgja. Fólk finnur að málin eru að fara í rétta átt. Samfylkingin og Vinstri grænir eiga það sameiginlegt að aðhyllast lýðræðislega jafnaðarstefnu og norræna velferðarsamfélagið. Það er mikilvægasti grunnur samstarfs þeirra til lengri tíma. Það voru einmitt sambærilegir stjórnmálaflokkar, jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn, sem byggðu upp skandinavísku velferðarríkin á löngum stjórnartíma. Þeirra eru farsælustu samfélög jarðarinnar, sem koma best út úr öllum alþjóðlegum samanburði á lífskjörum almennings, samfélagsgæðum, samkeppnishæfni atvinnulífs og nýsköpun. Þangað eigum við Íslendingar nú að leita fyrirmynda í því sem best hefur tekist hjá frændum okkar og vinum. Í staðinn eigum við að hverfa frá hinni bandarísku öfgafrjálshyggju sem innleidd var hér í vaxandi mæli frá 1995. Stefnan í Evrópumálum greinir stjórnarflokkana hins vegar að. Samfylking leggur ríka áherslu á aðildarumsókn strax, sem borin verði svo undir þjóðina. V-G eru andvíg aðild, en hafa þó sagt að þau vilji leyfa þjóðinni að ráða. Það er allt sem þarf. Þess vegna verður að sækja um aðild til að fá upp á borð hvaða skilyrði bjóðast svo þjóðin geti tekið afstöðu til þeirra. Sjálfur tel ég miklar líkur á að þjóðin felli jafnvel góðan aðildarsamning. Ef svo fer þarf nýja leið, því krónan hefur brugðist okkur. Þessi mál þarf að útkljá án tafar. Mikilvægast er að núverandi stjórnarflokkar starfi vel áfram með traustan meirihluta, sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir á endurreisnartímanum. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru trygging almennings fyrir því að heiðarleika, vinnusemi og sanngirni verður gætt í því sem framundan er. Höfundur er prófessor.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun