Viðskipti innlent

Nýherji skilar hagnaði á fyrsta ársfjórðungi

Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir að afkoma samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2009 hafi batnað umtalsvert frá fjórða ársfjórðungi 2008. Hann segir að þær fjölþættu aðgerðir sem gripið hafi verið til í því markmiði að lækka rekstrarkostnað samstæðunnar. vegna sviptinga og óvissu í íslensku efnahagsumhverfi séu komnar fram að hluta. Í febrúarmánuði hafi til dæmis komið til framkvæmdar 10% launalækkun hjá öllum starfsmönnum Nýherja og dótturfélaga á Íslandi.

„Þá hefur starfsfólki fækkað um 13,3% miðað við meðalfjölda stöðugilda á síðasta ári og kemur það niður á tækni-, hugbúnaðar- og þróunarstörfum. Einnig hefur verkefnum í hugbúnaðarþróun verið slegið á frest. Gert er ráð fyrir að fyrrnefndar aðgerðir muni skila sér enn frekar í lækkun á rekstrarkostnaði á öðrum ársfjórðungi," segir Þórður í tilkynningu frá Nýherja.

Þar kemur einnig fram að fyrirtækið skili hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2009.

„Afkoma Nýherja hf. og dótturfélaga hérlendis á fyrsta ársfjórðungi var ágæt í rekstrarþjónustu, tækniþjónustu og vörusölu. Starfsemi erlendra félaga er í heild nærri áætlun. Efnahagsumhverfi dótturfélaga Nýherja í Danmörku og Svíþjóð er stöðugt og horfur ágætar. Hins vegar hefur eftirspurn eftir þjónustu fyrir viðskiptahugbúnað, hugbúnaðar-lausnir og ráðgjöf á Íslandi dregist saman umtalsvert. Hagnaður Nýherjasamstæðunnar nemur því um 3 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2009."
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×