Handbolti

Kiel slátraði Göppingen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Narcisse er kominn aftur og átti klassaleik í dag.
Narcisse er kominn aftur og átti klassaleik í dag.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel lentu ekki í neinum vandræðum er þeir tóku á móti Göppingen í þýska handboltanum í dag.

Kiel tók völdin strax í upphafi og skildi Göppingen fljótlega eftir í rykinu. Hálfleikstölur 20-12 og lokatölur 40-22.

Momir Ilic fór hamförum í liði Kiel og skoraði 13 mörk. Filip Jicha skoraði 8. Daniel Narcisse er byrjaður að spila með Kiel á nýjan leik. Hann átti flottan leik, skoraði 5 mörk og lagði upp fjölda annarra.

Aron Pálmarsson gat ekki leikið með Kiel vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×