Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Ómar Þorgeirsson skrifar 19. júní 2009 06:00 Sigurður Ingimundarson Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira