Viðskipti innlent

Úthlutun til sumarstarfa

Ráðherrar iðnaðar- og menntamála styrktu fyrir helgi Nýsköpunarsjóð námsmanna um 15 milljónir króna. Fréttablaðið/Valli
Ráðherrar iðnaðar- og menntamála styrktu fyrir helgi Nýsköpunarsjóð námsmanna um 15 milljónir króna. Fréttablaðið/Valli

Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur ákveðið að veita aukaúthlutun úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til 3. júní. Úthlutað verður um miðjan mánuðinn og aðeins tekið við rafrænum umsóknum.

„Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni,“ segir á vef Rannís, www.rannis.is.

Um mega sækja háskólanemar í grunn- og meistaranámi og svo sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir. „Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja,“ segir í auglýsingu um styrkina. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×