Erlent

Reyndu að slá ryki í augu lögreglu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Óðinsvéum þakkar árvökulum vitnum fyrir að fjórir ræningjar voru gripnir eftir að þeir ógnuðu gullsmið með byssu og létu greipar sópa í verslun hans. Fjórmenningarnir forðuðu sér á Audi-bifreið sem þeir hugðust nota til að blekkja með þar sem hún fannst eingöngu 100 metra í burtu. Þá komu vitnin til sögunnar en þau höfðu séð fólkið skipta um bíl og aka burtu á Citroën með litháískum númeraplötum. Þetta kom lögreglu á sporið og fann hún ræningjana í íbúð í Broby sem er í norðurhluta Óðinsvéa. Þeir sæta nú yfirheyrslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×