Erlent

Handtekinn í Úganda í gær

Idelphonse Nizeyimana
Idelphonse Nizeyimana

Fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Rúanda var handtekinn í Úganda í gær, grunaður um að hafa verið einn af höfuðpaurum þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994.

Idelphonse Nizeyimana heitir hann og verður fluttur til Tansaníu, þar sem stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur.

Nizeyimana er meðal annars sakaður um að hafa skipulagt morðtilræði við drottningu landsins. Hann er annar af þrettán höfuðpaurum morðanna sem er handtekinn á skömmum tíma. Ellefu þeirra ganga enn lausir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×