Erlent

Ráðherrarnir verða færri

George Papandreou Verður bæði forsætis- og utanríkisráðherra.
fréttablaðið/AP
George Papandreou Verður bæði forsætis- og utanríkisráðherra. fréttablaðið/AP

George Papandreou, leiðtogi sósíalista á Grikklandi, tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur á hægristjórn Costas Karamanlis um síðustu helgi.

Papandreou tekur einnig að sér störf utanríkisráðherra í stjórn sinni, sem skipuð verður mun færri ráðherrum en í fyrri stjórn. Tvær konur verða ráðherrar í stjórninni.

Bæði faðir og afi Papandreous hafa gegnt embætti forsætisráðherra Grikklands.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×