Viðskipti innlent

Fyrsta skuldabréfaútgáfa skráðs félags frá bankahruninu

Marel er fyrsta félagið, sem skráð er í kauphöllinni, til að setja skuldabréf á markaðinn frá bankahruninu s.l. haust. Í morgun var tekinn til viðskipta nýr skuldabréfaflokkur frá Marel að upphæð 3,6 milljarðar kr.

 

Í tilkynningu um flokkinn segir að um vaxtagreiðslubréf sé að ræða og eru þau með einum gjalddaga þann 1. nóvember árið 2011. Vextirnir eru Reibor með 500 punkta álagi.

 

Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var síðasta skuldabréfaútgáfa skráðs félags í kauphöllinni þann 5. september í fyrra en þar var um að ræða víxil sem Glitnir gaf út.

 

Frá bankahruninu hefur skuldabréfaútgáfan í kauphöllinni nær alfarið verið á vegum ríkissjóðs, fyrirtækja í eigu hins opinbera og sveitarfélaga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×