Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný eftir að hafa lækkað stöðugt allt sumarið og haustið. Á mánudag var það komið niður í rúma 350 punkta en í dag stendur það í rúmum 390 punktum samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

 

Ísland er áfram í fimmta sæti hjá CMA yfir þær 10 þjóðir sem hafa hæsta skuldartrygginaálag í heiminum.CMA metur nú líkurnar á þjóðargjaldþroti á Íslandi í 24% en í síðustu viku voru þessar líkur metnar vera rúm 22%.

 

Ein breyting hefur orðið á listanum en Rúmenía ef aftur komin inn á hann í stað Kaliforníu.

 

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 390 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram 3,9% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×