Viðskipti innlent

Erlendir kröfuhafar í mál vegna yfirtöku ríkisins á SPRON

Erlendir kröfuhafar SPRON hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og SPRON vegna yfirtöku ríkisins á rekstri bankans.

Kröfuhafarnir, sem eru 35 talsins, gagnrýna ríkið fyrir samstarfsleysi í málinu. Tilboði kröfuhafa um meðal annars niðurfellingu skulda og breytingu á skuldum í hlutafé var aldrei svarað af hálfu ríkisins. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×