Erlent

Málverk eftir Hitler seldust eins og heitar lummur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ein vatnslitamynda foringjans.
Ein vatnslitamynda foringjans. MYND/Mullock´s

Málverk eftir Adolf Hitler seldist á uppboði í gær fyrir tæpar tvær milljónir króna. Um var að ræða vatnslitamynd eftir nasistaforingjann sem stjórnaði Þýskalandi með harðri hendi árin 1933 til 1945.

Um var að ræða vatnslitamynd eftir nasistaforingjann sem stjórnaði Þýskalandi með harðri hendi árin 1933 til 1945.

Uppboðið fór fram hjá Mullock´s í Bretlandi og var þetta ekki eina verkið eftir Hitler sem í boði var heldur voru alls 15 verk hans seld. Þau seldust öll eins og heitar lummur og nam heildarsöluverðið 15,6 milljónum króna. Flest verkanna voru í einkaeigu og enduðu á uppboðinu af því að eigandinn þurfti að standa undir kostnaðarsömum framkvæmdum við að skipta um kyndikerfi heima hjá sér. Það þarf því ekki alltaf mikið til að sögufræg verk skipti um eigendur.

Hitler málaði töluvert og reyndi sem ungur maður að komast inn í Listaháskólann í Vín en var hafnað. Upphaflega skráði hann sig í þýska þjóðernisjafnaðarflokkinn, síðar nasistaflokkinn, undir starfsheitinu málari en menn vita ekki til að hann hafi haft pensilinn mikið á lofti eftir það.

Flest verkin sem seld voru á uppboðinu í gær voru enda frá því löngu áður, mörg þeirra voru máluð á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Hitler var rúmlega tvítugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×