Enski boltinn

Benitez til í að nota Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist reiðubúinn til þess að nota Steven Gerrard í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni á morgun.

Gerrard kom ekki við sögu í 4-0 sigri Liverpool á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann meiddist í fyrri leiknum gegn Chelsea í síðustu viku.

„Hann er skárri en er enn að vinna með sjúkraþjálfurunum," sagði Benitez. „Hann mun æfa í einn dag til viðbótar og þá munum við meta stöðuna upp á nýtt."

„Það myndi breyta miklu að geta notað hann. Við þurfum á honum á halda enda lykilmaður í okkar liði."

„Þetta er ekki risaáhætta en áhætta engu að síður því við gætum misst leikmanninn í 10-15 daga sem væri slæmt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×