Erlent

Kínverski flotinn sýnir styrk sinn

Kínverski flotinn mun sýna fram á vaxandi styrk sinn á mikilli sýningu í tilefni af 60 ára afmæli flotans. Á sýningunni munu Kívnverjar sýna herskipaflota sinn og kjarnorkukafbáta. Kínverski aðmírállinn Wu Shengli segir að sýningunni sé ætlað að sýna styrk kínverska flotans og aukið hlutverk hans við að gæta friðar í heiminum.

En sýningin fer ekki eins vel ofan í aðrar ríkisstjórnir sem eru sagðar óttast aukið vægi Kínverja á heimshöfunum og að þeir fari að gera auknar kröfur til auðlinda og umdeildra hafssvæða. Þá er búist við því að á afmælinu verði tilkynnt um áætlanir Kínverja um að hefja smíði á flugmóðurskipum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×