Viðskipti innlent

Spáir 1,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir muni verða lækkaðir um 1,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun peningamálanefndar Seðlabankans þann 7. maí n.k. Yrðu vextirnir þá í 14% eftir lækkunina.

Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Þar er bent á að við síðustu stýrivaxtaákvörðun þann 8. apríl hefði nefndin lagt áherslu á að verðbólguþrýstingur færi minnkandi.

Deildin telur að þar sem verðbólgan lækki nú hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir séu tækifæri til frekari vaxtalækkana án þess að létta af gjaldeyrishöftunum. Af þeim sökum spáir deildin því að fyrrgreind lækkun verði á stýrivöxtunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×