Viðskipti innlent

Endurgreiða launaskerðingu starfsmanna Opinna kerfa ehf.

Rekstur Opinna kerfa ehf. gekk það vel á fyrsta ársfjórðungi að stjórn félagsins hefur ákveðið að endurgreiða starfsmönnum Opinna kerfa ehf. þá launaskerðingu sem þeir tóku á sig þegar ófarirnar dundu yfir íslenskt efnahagslíf, fyrir þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.

Að sögn Gunnars Guðjónssonar, forstjóra Opinna kerfa, náðist þessi góði árangur með mikilli elju og samstilltu átaki allra starfsmanna félagsins og þéttu samstarfi við lykilbirgja félagsins, HP, Cisco og Microsoft.

„Það er mikilvægt að starfsmenn uppskeri í takti við gengi félagsins, en við gerum okkur grein fyrir að óvissan er mikil og því förum við varlega í sakirnar og endurgreiðum skerðingu fyrsta ársfjórðungs. Við stefnum að sjálfsögðu á að endurtaka leikinn í öðrum ársfjórðungi en gerum okkur grein fyrir að óvissan er mikil," segir Gunnar í tilkynningu frá Opnum kerfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×