Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2003

Kaupmáttur launa hefur ekki verið jafn lítill síðan í lok árs 2003. Reikna má með því að kaupmáttur eigi enn eftir að rýrna á komandi mánuðum.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Kaupmáttur launa dróst saman um 1% í maí frá fyrri mánuði og hefur hann þá lækkað um 10,6% frá því að hann náði sögulegu hámarki í síðustu uppsveiflu í upphafi síðastliðins árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×