Viðskipti innlent

Gjöld fjármálaráðuneytisins tæpir 275 milljarðar 2008

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Fjármálaráðuneytið bar langhæstan kostnað allra ráðuneyta Íslands fyrir árið 2008. Alls námu gjöld ráðuneytisins rúmum 274,6 milljörðum króna en það ráðuneyti sem næst kom var heilbrigðisráðuneytið með tæpa 112,2 milljarða króna.

Fall viðskiptabankanna var helsta ástæða hins mikla kostnaðar fjármálaráðuneytisins en ráðuneytið tapaði rúmum 192 milljörðum af falli þeirra vegna tapaðra krafna.

Nemur beinn kostnaður af falli bankanna því um 70% af heildarkostnaði ráðuneytisins.




Tengdar fréttir

17,2 milljarðar í örorkubætur á síðasta ári

Heildargjöld félags- og tryggingamálaráðuneytisins námu rúmum 83,1 milljarði króna fyrir árið 2008. Af þeirri upphæð var örorkulífeyrir ríflega 17,2 milljarðar króna en árið áður nam kostnaður ráðuneytisins vegna örorkulífeyris 13,7 milljörðum króna. Aukningin á milli ára er því 25,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×