Pistill: AGS bíður eftir Norðurlöndum sem bíða eftir Icesave Friðrik Indriðason skrifar 31. júlí 2009 11:14 Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun