Viðskipti innlent

Kaupþing og ríkið ná samkomulagi um möguleg kaup á bankanum

Skilanefnd Kaupþings sem starfar fyrir kröfuhafa bankans náði samkomulagi við ríkið í gærkvöld um möguleg kaup á bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun skilanefndin eiga rétt á að kaupa 87% hlut í bankanum fram til 1. nóvember.

Ekki er enn ljóst hverjir eru kröfuhafar bankans þar sem þeir hafa undanfarna mánuði selt stöður sínar á Kaupþing. Búist er við að skilanefndin boði til kröfuhafafundar í næsta mánuði til að bera málið undir kröfuhafa.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×