Viðskipti innlent

Skráning Össur hf. í Kaupmannahöfn var samþykkt

Umsókn Össurar hf. um skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöllina í Kaupmannahöfn hefur verið samþykkt. Hlutabréf Össurar verða opinberlega skráð og tekin til viðskipta 4. september 2009. Hlutabréf Össurar munu áfram vera skráð í kauphöllina á Íslandi.

Í tilkynningu segir að útgefið hlutafé Össurar er 423 milljónir kr. og skiptist í jafnmarga hluti að nafnvirði ein króna hver. Allir hlutirnir eru í sama hlutaflokki og þeim fylgja sömu réttindi.

Nordea Bank Danmark A/S er umsjónaraðili með bréfum Össurar sem verða skráð hjá VP Securities A/S í Danmörku. Össur hefur jafnframt gert samning um viðskiptavakt við Nordea Markets (deild innan Nordea Bank Danmark A/S).

Í tengslum við skráninguna hefur Össur gefið út ágrip, samþykkt af danska fjármálaeftirlitinu, þar sem er að finna helstu upplýsingar um félagið og þá áhættu sem tengist starfsemi þess og hlutabréfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×