Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fækkar um 150.000 í ár

Samtals komu 526 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu frá janúar til ágúst í ár. Er þetta fækkun um tæplega 150.000 farþega því fjöldinn nam 673 þúsundum á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í Hagvísum sem Hagstofan birtir á vef sínum í dag. Þar segir að þetta sé rétt tæplega 22% samdráttur í komu farþega.

S.l. 12 mánuði eða frá ágúst í fyrra og til ágústs í ár komu 739 þúsund farþegar til landsins en það er einnig 22% samdráttur miðað við 12 mánuðina þar á undan.

Þessi fækkun er nær alfarið vegna íslenskra farþega enda hefur verulega dregið úr utanlandsferðum Íslendinga frá því að efnahagskreppan skall á í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×