Viðskipti innlent

Rússalánið enn inni í myndinni

Yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á frekari upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum varðandi svokallað Rússalán. Í frétt í viðskiptaritinu Forbes er rætt við embættismann í rússneska fjármálaráðuneytinu sem segir að það „megi segja sem svo" að samningaviðræður séu enn í gangi um lánið, en að í raun séu Rússar að bíða eftir frekari upplýsingum áður en komist verði að niðurstöðu.

„Við viljum einnig vita hverskonar samningum íslendingar ganga frá við aðrar þjóðir sem veitt hafa vilyrði fyrir láni," segir embættismaðurinn. Í frétt Forbes segir að verið sé að ræða um lán upp á 500 milljónir bandaríkjadala.

Fyrst þegar greint var frá því að Rússar myndu sennilega lána Íslendingum var talað um fjóra milljarða evra en sú upphæð fór snemma lækkandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×