Töldum okkur vera að gæta að hag bankans 20. janúar 2009 11:52 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir að engar reglur né lög hafi verið brotin í tengslum við lán til viðskiptavina bankans sem veitt voru í ágúst og september á síðasta ári. Hann segir lánin hafa verið lið í því að treysta stöðu bankans og stjórnendur Kaupþings hafi haft hag bankans að leiðarljósi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður sendir frá sér nú í morgun vegna umfjöllunar fjölmiðla um lána til valinna viðskiptavina bankans. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan: „Engar reglur né lög voru brotin í tengslum við lán til viðskiptavina bankans sem veitt voru í ágúst og september á síðasta ári. Lánin voru liður í að treysta stöðu Kaupþings og tengjast kaupum viðkomandi aðila á afleiðum tengdum skuldatryggingum (e. Credit Linked Notes) á Kaupþing sjálft. Hugmyndin af þessum viðskiptum kom frá Deutche Bank sem einnig lánaði þessum aðilum til jafns við Kaupþing, en Kaupþing gat ekki verið beinn kaupandi að afleiðunum. Enginn sem að þessum viðskiptum kom hagnaðist um krónu vegna þeirra. Rétt er einnig að benda á að það tjón sem kann að verða vegna þessara lánveitinga mun því miður allt lenda á kröfuhöfum bankans, það er, skuldabréfaeigendum og bönkum. Fullyrðingar um að þessar lánveitingar hafi lent á íslenskum innstæðueigendum eða hluthöfum eru rangar. Þegar lánin eru veitt upphaflega í ágúst og byrjun september síðastliðinn er skuldatryggingaálag Kaupþings afar hátt. Stjórnendum bankans var ljóst að ákveðnir aðilar á markaðinum voru að spila með skuldatryggingar bankans. Sífelld hækkun skuldatryggingaálagsins var mikil ógnun við Kaupþing og hina íslensku bankana eins og íslenskir og erlendir fjölmiðlar þreyttust ekki á að benda á. Með þessum viðskiptum var ætlunin að kanna hve djúpur markaðurinn með skuldatryggingarnar á bankann væri og veita viðspyrnu gagnvart þeim aðilum sem skipulega unnu gegn bankanum og þar með íslensku efnahagslífi í gegnum skuldatryggingaálagið. Stjórnendur bankans álitu það mjög mikilvægt fyrir framtíð hans að spyrna þarna við fótum enda var þróun skuldatryggingaálagsins í raun hægfara áhlaup á bankann. Einnig er ljóst að hefði þessi þróun skuldatryggingaálagsins haldið áfram var einungis spurning um tíma hvenær lánalínur bankans hefðu farið að lokast. Þegar þessi ákvörðun var tekin var lausafjárstaða Kaupþings mjög góð og voru þessi viðskipti gerð í ljósi þess. Við stjórnendur töldum okkur einungis vera að gæta að hag bankans. Enginn okkar sá fyrir þá þróun sem hrundið var af stað með falli Lehman Brothers um miðjan september og vanhugsuðu inngripi seðlabankastjóra í málefni Glitnis þann 29. september sem felldi íslensku bankana á undraskömmum tíma með hámarkstjóni fyrir alla sem að þeim stóðu. Einnig er jaframt ósmekklegt að sjá hvernig ítrekað og markvisst er reynt að gera allt sem viðkemur Kaupþingi tortryggilegt með því að dreifa röngum sögum um bankann. Tilgangur þessa athæfis er að varpa rýrð á starfsemi Kaupþing og draga um leið athyglina frá því sem að máli skiptir. Ég fullyrði hins vegar að engin lög voru brotin vegna þessara viðskipta sem annarra sem bankinn stóð að." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir að engar reglur né lög hafi verið brotin í tengslum við lán til viðskiptavina bankans sem veitt voru í ágúst og september á síðasta ári. Hann segir lánin hafa verið lið í því að treysta stöðu bankans og stjórnendur Kaupþings hafi haft hag bankans að leiðarljósi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður sendir frá sér nú í morgun vegna umfjöllunar fjölmiðla um lána til valinna viðskiptavina bankans. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan: „Engar reglur né lög voru brotin í tengslum við lán til viðskiptavina bankans sem veitt voru í ágúst og september á síðasta ári. Lánin voru liður í að treysta stöðu Kaupþings og tengjast kaupum viðkomandi aðila á afleiðum tengdum skuldatryggingum (e. Credit Linked Notes) á Kaupþing sjálft. Hugmyndin af þessum viðskiptum kom frá Deutche Bank sem einnig lánaði þessum aðilum til jafns við Kaupþing, en Kaupþing gat ekki verið beinn kaupandi að afleiðunum. Enginn sem að þessum viðskiptum kom hagnaðist um krónu vegna þeirra. Rétt er einnig að benda á að það tjón sem kann að verða vegna þessara lánveitinga mun því miður allt lenda á kröfuhöfum bankans, það er, skuldabréfaeigendum og bönkum. Fullyrðingar um að þessar lánveitingar hafi lent á íslenskum innstæðueigendum eða hluthöfum eru rangar. Þegar lánin eru veitt upphaflega í ágúst og byrjun september síðastliðinn er skuldatryggingaálag Kaupþings afar hátt. Stjórnendum bankans var ljóst að ákveðnir aðilar á markaðinum voru að spila með skuldatryggingar bankans. Sífelld hækkun skuldatryggingaálagsins var mikil ógnun við Kaupþing og hina íslensku bankana eins og íslenskir og erlendir fjölmiðlar þreyttust ekki á að benda á. Með þessum viðskiptum var ætlunin að kanna hve djúpur markaðurinn með skuldatryggingarnar á bankann væri og veita viðspyrnu gagnvart þeim aðilum sem skipulega unnu gegn bankanum og þar með íslensku efnahagslífi í gegnum skuldatryggingaálagið. Stjórnendur bankans álitu það mjög mikilvægt fyrir framtíð hans að spyrna þarna við fótum enda var þróun skuldatryggingaálagsins í raun hægfara áhlaup á bankann. Einnig er ljóst að hefði þessi þróun skuldatryggingaálagsins haldið áfram var einungis spurning um tíma hvenær lánalínur bankans hefðu farið að lokast. Þegar þessi ákvörðun var tekin var lausafjárstaða Kaupþings mjög góð og voru þessi viðskipti gerð í ljósi þess. Við stjórnendur töldum okkur einungis vera að gæta að hag bankans. Enginn okkar sá fyrir þá þróun sem hrundið var af stað með falli Lehman Brothers um miðjan september og vanhugsuðu inngripi seðlabankastjóra í málefni Glitnis þann 29. september sem felldi íslensku bankana á undraskömmum tíma með hámarkstjóni fyrir alla sem að þeim stóðu. Einnig er jaframt ósmekklegt að sjá hvernig ítrekað og markvisst er reynt að gera allt sem viðkemur Kaupþingi tortryggilegt með því að dreifa röngum sögum um bankann. Tilgangur þessa athæfis er að varpa rýrð á starfsemi Kaupþing og draga um leið athyglina frá því sem að máli skiptir. Ég fullyrði hins vegar að engin lög voru brotin vegna þessara viðskipta sem annarra sem bankinn stóð að."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira