Pistill: Öfug fyrning á kvóta útgerðarinnar Friðrik Indriðason skrifar 1. nóvember 2009 14:00 Til er tiltölulega einföld lausn á þeim vanda sem stjórnvöld eru í hvað varðar fyrningarleiðina svokölluðu í sjávarútvegi. Það er einfaldlega að fara öfugt í hana. Í stað þess að sjávarúvegsfyrirtækjum sé gert skylt að afskrifa 5% af kvóta sínum á hverju ári verði þeim boðið upp á að bjóða í hver 5% af aukningu kvótans á næstu misserum eða árum. Fjölmargir, utan Hafrannsóknarstofnunnar, telja að hægt sé að auka kvótann verulega og þá sérstaklega í þorski. Nauðsynlegt sé að grisja stofninn til að stækka hann. Benda þeir á reynslu af slíku við Færeyjar og núna sérstaklega í Barentshafi. Í Barentshafi var talið að þorskstofninn væri í mikilli hættu fyrir nokkrum árum en sjómenn létu sér þær aðvaranir í léttu rúmu liggja og héldu áfram að „ofveiða" þorskinn. Niðurstaðan í ár kemur á óvart því mælingar þeirra vísindamanna sem töldu stofninn í útrýmingarhættu áður fyrr sýna nú að hrygningarstofninn er yfir milljón tonn og óhætt sé að veiða um 700.000 tonn. Það er því örugglega hægt að gefa út 5-10% aukakvóta í þorski, og jafnvel fleiri tegundum. Þar yrði um að ræða 7.500 til 15.000 tonn í þorskinum einum. Þennan kvóta gætu stjórnvöld einfaldlega boðið upp sem leigukvóta á þessu fiskveiðaári og fengju hæstbjóðendur hann til sín. Þetta fyrirkomulag myndi einnig leysa af hólmi annað vandamál sem er að enginn leigukvóti er til staðar á þeim markaði í dag. Það er hinsvegar viðurkennd staðreynd að slíkur leigukvóti verður að vera til staðar til að sjómenn hendi einfaldlega ekki meðafla sínum beint fyrir borð aftur. Tekjurnar fyrir ríkissjóð gætu orðið umtalsverðar með þessu fyrirkomulagi. Hvert kíló af þorskkvóta til leigu á markaðinum í dag, þ.e. þegar hann fæst, selst á um 270 kr. kílóið samkvæmt heimasíðum kvótamarkaða. Andvirði 7.500 tonna leigukvóta fyrir ríkissjóð er því um 2 milljarðar kr. Ríkið gæti einnig ákveðið að bjóða kvótann út til langframa og er andvirðið þá orðið yfir 13 milljarðar kr. Fari svo að hægt verði að auka kvótann enn meira væri slíkt bara hreinar tekjur í sjóði ríkisins. Og útgerðin myndi ekki þurfa að afskrifa neitt hjá sér. Það er frá stöðunni í dag. Sennilega mun útgerðin ekki taka í mál að fara þessa leið enda telur hún sig „eiga" fiskinn við landið og því óréttlátt að fái ekki sjálfkrafa sinn hlut af auknum kvóta ef stjórnvöld ákveða að bæta við hann frá því sem nú er. Útgerðin verður hinsvegar að skilja að hún þarf að leggja sitt af mörkum í þeim erfiðleikum sem íslenska þjóðarbúið býr við. Og enn hefur þeim lögum ekki verið breytt sem segja að fiskimiðin við landið séu sameign þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Til er tiltölulega einföld lausn á þeim vanda sem stjórnvöld eru í hvað varðar fyrningarleiðina svokölluðu í sjávarútvegi. Það er einfaldlega að fara öfugt í hana. Í stað þess að sjávarúvegsfyrirtækjum sé gert skylt að afskrifa 5% af kvóta sínum á hverju ári verði þeim boðið upp á að bjóða í hver 5% af aukningu kvótans á næstu misserum eða árum. Fjölmargir, utan Hafrannsóknarstofnunnar, telja að hægt sé að auka kvótann verulega og þá sérstaklega í þorski. Nauðsynlegt sé að grisja stofninn til að stækka hann. Benda þeir á reynslu af slíku við Færeyjar og núna sérstaklega í Barentshafi. Í Barentshafi var talið að þorskstofninn væri í mikilli hættu fyrir nokkrum árum en sjómenn létu sér þær aðvaranir í léttu rúmu liggja og héldu áfram að „ofveiða" þorskinn. Niðurstaðan í ár kemur á óvart því mælingar þeirra vísindamanna sem töldu stofninn í útrýmingarhættu áður fyrr sýna nú að hrygningarstofninn er yfir milljón tonn og óhætt sé að veiða um 700.000 tonn. Það er því örugglega hægt að gefa út 5-10% aukakvóta í þorski, og jafnvel fleiri tegundum. Þar yrði um að ræða 7.500 til 15.000 tonn í þorskinum einum. Þennan kvóta gætu stjórnvöld einfaldlega boðið upp sem leigukvóta á þessu fiskveiðaári og fengju hæstbjóðendur hann til sín. Þetta fyrirkomulag myndi einnig leysa af hólmi annað vandamál sem er að enginn leigukvóti er til staðar á þeim markaði í dag. Það er hinsvegar viðurkennd staðreynd að slíkur leigukvóti verður að vera til staðar til að sjómenn hendi einfaldlega ekki meðafla sínum beint fyrir borð aftur. Tekjurnar fyrir ríkissjóð gætu orðið umtalsverðar með þessu fyrirkomulagi. Hvert kíló af þorskkvóta til leigu á markaðinum í dag, þ.e. þegar hann fæst, selst á um 270 kr. kílóið samkvæmt heimasíðum kvótamarkaða. Andvirði 7.500 tonna leigukvóta fyrir ríkissjóð er því um 2 milljarðar kr. Ríkið gæti einnig ákveðið að bjóða kvótann út til langframa og er andvirðið þá orðið yfir 13 milljarðar kr. Fari svo að hægt verði að auka kvótann enn meira væri slíkt bara hreinar tekjur í sjóði ríkisins. Og útgerðin myndi ekki þurfa að afskrifa neitt hjá sér. Það er frá stöðunni í dag. Sennilega mun útgerðin ekki taka í mál að fara þessa leið enda telur hún sig „eiga" fiskinn við landið og því óréttlátt að fái ekki sjálfkrafa sinn hlut af auknum kvóta ef stjórnvöld ákveða að bæta við hann frá því sem nú er. Útgerðin verður hinsvegar að skilja að hún þarf að leggja sitt af mörkum í þeim erfiðleikum sem íslenska þjóðarbúið býr við. Og enn hefur þeim lögum ekki verið breytt sem segja að fiskimiðin við landið séu sameign þjóðarinnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar