Um staðsetningu minnismarka 6. júní 2009 06:00 Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun