Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum sett á athugunarlista

Hlutabréf gefin út af Atlantic Petroleum hafa verið færð á Athugunarlista með vísan til upplýsinga í tilkynningu með uppgjöri félagsins sem birt var dags. 22. maí 2009, um endurfjármögnun félagsins.

Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli greinar í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í kauphöllinni.

Hér má bæta því við að Fréttastofan í síðustu viku birti mat greiningardeildar Nordea bankans á Atlantic Petroleum þar sem mælt var með sölu á hlutum félagsins þrátt fyrir væntanlegan hagnað af fyrsta ársfjórðungi ársins. Var þetta einkum vegna þess hve óljós staða væri í kringum langtímaendurfjármögnun félagsins.

Í uppgjörinu sem Atlantic Petroleum birti eftir lok markaðarins s.. föstudag kom fram hjá forstjóra félagsins að endurfjármögnun til skamms tíma væri lokið og að viðræður um langtímaendurfjármögnun væru á lokastigi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×