Viðskipti innlent

Magma vill stærri hlut í Hs Orku

Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar.

Hann segist vonast til að þetta takmark náist fyrir árslok, annað hvort með því að Magma kaupi stærri hlut í félaginu eða þá með því að aukið verði við hlutafé í Hs Orku sem geri Magma kleift að stækka hlut sinn.

Beaty sagðist einnig bjartsýnn á að náið samstarf verði á milli Magma og Geysi Green Energy, sem á nú stærsta hluta HS Orku, í framtíðinni enda geti þekking starfsmanna Geysis Green á jarðvarma nýst Magma vel í öðrum verkefnum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×