Flýtum vegaframkvæmdum og sköpum störf Þór Sigfússon skrifar 3. júní 2009 06:00 Við getum flýtt vegaframkvæmdum umtalsvert á næstu 2-4 árum án þess að þær íþyngi ríkinu. Með því getum við skapað störf og aukið öryggi í umferðinni sem sparar þjóðfélaginu milljarða króna á ári. Fyrir rétt rúmlega 10 árum opnaði fyrirtækið Spölur Hvalfjarðargöng. Hugmynd nokkurra einstaklinga um að einkaaðilar reistu og rækju göng hérlendis varð að veruleika. Í upphafi var gert ráð fyrir því að það tæki um 20 ár fyrir göngin að borga sig upp en ljóst er að það mun taka skemmri tíma. Nú þurfum við að skoða hvar Spalarfyrirmyndin getur átt við annars staðar í vegaframkvæmdum hérlendis og hvernig hún getur komið best að gagni í efnahagssamdrætti. Nú er rætt um aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu nýrrar byggingar Landspítalans og breikkun Hvalfjarðarganga og er það vel. En í vegaframkvæmdum má einnig sjá fyrir sér að lífeyrissjóðum, alþjóðlegum þróunarbönkum og íslenskum fjármálafyrirtækjum verði boðið að fjárfesta í nýjum verkefnum á þessu sviði sem sum hver gætu hafist strax í lok næsta árs. Þau verkefni sem ég tel að við eigum strax að setja í vinnslu með þessari aðferðafræði eru Sundabraut, breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og ýmis gangagerð á höfuðborgarsvæðinu og göng úti á landi sem teljast arðbær. Kosturinn við aðferðina sem beitt var í Hvalfjarðargöngunum er sá að fjárfestingarnar færast ekki í ríkisbókhaldið. Útgjöldum vegna framkvæmdar af þessu tagi er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður við upphaf framkvæmda eins og annars er gert. Verði Sundabraut flýtt með þessari aðferð þá eiga að koma til veggjöld þar til ríkið taki yfir verkefnið að ákveðnum tíma liðnum. Veggjöld eru ekki til vinsælda fallin en nú er ekki tími fyrir vinsældakosningar heldur raunhæfar leiðir sem íþyngja ekki ríkinu. Þeir sem vilja ekki greiða veggjöld nota gömlu leiðina. Veggjöld má nota við gangagerð en þau eru hins vegar ekki fær leið við breikkun stofnbrautanna. Slys á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi eru alltof tíð og framkvæmdir á þeim vegum geta skilað gríðarlegum ábata fyrir þjóðfélagið með lægri tjónatíðni. Tjónin á þessum vegum eru allt að tvöfalt kostnaðarsamari fyrir samfélagið en meðalslys á öðrum vegum. Þess vegna eigum við að leggja aukinn þunga í uppbyggingu þessara vega þar sem sá kostnaður mun vafalítið draga verulega úr samfélagskostnaði vegna umferðarslysa næstu áratugi. Þegar litið er til kostnaðar vegna alvarlegustu slysanna sem verða á Suðurlandsvegi er það sérstaklega sláandi að langalvarlegustu og kostnaðarsömustu umferðarslysin verða þegar bifreiðar úr gagnstæðri akstursstefnu skella saman, eins og dregið er fram á neðangreindri mynd. Íslensk tryggingafélög eiga að koma að uppbyggingu á þessu sviði og þau hafa sýnt áhuga á slíku enda eru fjárfestingar af þessu tagi bæði með ígildi ríkisábyrgðar og draga umtalsvert úr tjónum. Hvaða slys eru kostnaðarsömust á Suðurlandsvegi? Með því að nýta okkur enn frekar aðferðir í anda Hvalfjarðarganganna mætti hugsa sér að á næstu þrem árum myndu vegaframkvæmdir allt að því tvöfaldast en um leið gæti ríkið dregið úr því fjármagni sem það hugðist leggja beint í opinberar framkvæmdir á næstu árum. Þannig myndum við geta stoppað meira í fjárlagagatið en um leið aukið umsvif í vegaframkvæmdum hérlendis umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum flýtt vegaframkvæmdum umtalsvert á næstu 2-4 árum án þess að þær íþyngi ríkinu. Með því getum við skapað störf og aukið öryggi í umferðinni sem sparar þjóðfélaginu milljarða króna á ári. Fyrir rétt rúmlega 10 árum opnaði fyrirtækið Spölur Hvalfjarðargöng. Hugmynd nokkurra einstaklinga um að einkaaðilar reistu og rækju göng hérlendis varð að veruleika. Í upphafi var gert ráð fyrir því að það tæki um 20 ár fyrir göngin að borga sig upp en ljóst er að það mun taka skemmri tíma. Nú þurfum við að skoða hvar Spalarfyrirmyndin getur átt við annars staðar í vegaframkvæmdum hérlendis og hvernig hún getur komið best að gagni í efnahagssamdrætti. Nú er rætt um aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu nýrrar byggingar Landspítalans og breikkun Hvalfjarðarganga og er það vel. En í vegaframkvæmdum má einnig sjá fyrir sér að lífeyrissjóðum, alþjóðlegum þróunarbönkum og íslenskum fjármálafyrirtækjum verði boðið að fjárfesta í nýjum verkefnum á þessu sviði sem sum hver gætu hafist strax í lok næsta árs. Þau verkefni sem ég tel að við eigum strax að setja í vinnslu með þessari aðferðafræði eru Sundabraut, breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og ýmis gangagerð á höfuðborgarsvæðinu og göng úti á landi sem teljast arðbær. Kosturinn við aðferðina sem beitt var í Hvalfjarðargöngunum er sá að fjárfestingarnar færast ekki í ríkisbókhaldið. Útgjöldum vegna framkvæmdar af þessu tagi er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður við upphaf framkvæmda eins og annars er gert. Verði Sundabraut flýtt með þessari aðferð þá eiga að koma til veggjöld þar til ríkið taki yfir verkefnið að ákveðnum tíma liðnum. Veggjöld eru ekki til vinsælda fallin en nú er ekki tími fyrir vinsældakosningar heldur raunhæfar leiðir sem íþyngja ekki ríkinu. Þeir sem vilja ekki greiða veggjöld nota gömlu leiðina. Veggjöld má nota við gangagerð en þau eru hins vegar ekki fær leið við breikkun stofnbrautanna. Slys á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi eru alltof tíð og framkvæmdir á þeim vegum geta skilað gríðarlegum ábata fyrir þjóðfélagið með lægri tjónatíðni. Tjónin á þessum vegum eru allt að tvöfalt kostnaðarsamari fyrir samfélagið en meðalslys á öðrum vegum. Þess vegna eigum við að leggja aukinn þunga í uppbyggingu þessara vega þar sem sá kostnaður mun vafalítið draga verulega úr samfélagskostnaði vegna umferðarslysa næstu áratugi. Þegar litið er til kostnaðar vegna alvarlegustu slysanna sem verða á Suðurlandsvegi er það sérstaklega sláandi að langalvarlegustu og kostnaðarsömustu umferðarslysin verða þegar bifreiðar úr gagnstæðri akstursstefnu skella saman, eins og dregið er fram á neðangreindri mynd. Íslensk tryggingafélög eiga að koma að uppbyggingu á þessu sviði og þau hafa sýnt áhuga á slíku enda eru fjárfestingar af þessu tagi bæði með ígildi ríkisábyrgðar og draga umtalsvert úr tjónum. Hvaða slys eru kostnaðarsömust á Suðurlandsvegi? Með því að nýta okkur enn frekar aðferðir í anda Hvalfjarðarganganna mætti hugsa sér að á næstu þrem árum myndu vegaframkvæmdir allt að því tvöfaldast en um leið gæti ríkið dregið úr því fjármagni sem það hugðist leggja beint í opinberar framkvæmdir á næstu árum. Þannig myndum við geta stoppað meira í fjárlagagatið en um leið aukið umsvif í vegaframkvæmdum hérlendis umtalsvert.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun