Viðskipti innlent

Vilja græða á íslenska bankahruninu

Erlendir vogunarsjóðir vonast til að græða mörg hundruð milljarða á íslenska bankahruninu með því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna á brunaútsölu. Dæmi eru um að bréfin hafi verið seld með allt að 95 prósenta afslætti.

Skuldabréf gömlu bankanna hafa gengið kaupum og sölu allt frá því að bankarnir hrundu síðastliðið haust.

Eigendur bréfanna, erlendir bankar og fjármálafyrirtæki, hafa litla trú á því að eitthvað fáist fyrir kröfurnar og selja því bréfin nú með gríðarlegum afslætti. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu að bréfin væru seld með allt að 90 prósenta afslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru einnig dæmi um 95 prósenta afslátt.

Kaupendur eru erlendir vogunarsjóðir sem veðja nú á að meira fáist út úr eignum bankanna en væntingar gera ráð fyrir. Gangi það eftir gætu sjóðirnir grætt mörg hundruð milljarða á íslenska bankahruninu.

Um fullkomlega lögleg viðskipti er að ræða og því spurning hvort að Íslendingar gætu ekki nýtt sér þessar afskriftir með einhverjum hætti. Formaður Framsóknarflokks telur svo vera og bendir meðal annars á að með því að kaupa þessar skuldir á fyrrnefndum afskriftum gæti ríkið komið til móts við skuldug heimili í landinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×