Viðskipti innlent

Rannsaka risalán FL Group til Hannesar

Hannes Smárason.
Hannes Smárason.

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meint ólöglegt risalán FL-Group upp á 46 milljónir dollara, eða fimm milljarði króna, til Hannesar Smárasonar sem á að hafa verið notað til kaupanna á Sterling flugfélaginu. Þá er einnig til rannsóknar hvort hann hafi orðið uppvís af umboðssvikum.

Lánið var veitt árið 2005.

Þetta kemur fram í viðtali við Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar við danska vefmiðlnum Berlinske Tidende -Business.dk.

Húsleitirnar hjá Logos lögmönnum í dag beindust meðal annars að þessum rannsóknum en lögmannastofan kom mikið að Sterling í gegnum FL Group.

Viðskipti FL Group með Sterling voru stundum nefnd Sterling-hringekjan. Félagið var selt Pálma Haraldssyni í Fons á fimm milljarða árið 2005. Hann seldi það aftur sama ár til FL group, núna fyrir fimmtán milljarði. Árið 2006 var félagið svo selt Nothern Travel Holding fyrir 20 milljarða. Að lokum eignaðist Fons, sem er í eigu Pálma, Northern Travel Holding í heild sinni og þar með var hringnum lokað.

Enginn skyldi nákvæmlega hvernig félagið hækkaði svona mikið í verði frá ári til árs.

Það var svo á síðasta ári sem félagið fór á hausinn með dramatískum afleiðingum fyrir starfsfólk þess.

Fulltrúar sérstaks saksóknara gerðu einnig húsleitir á heimilum í eigu Hannesar Smárasonar.

Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar.

Hægt er að lesa frétt danska miðilsins hér.






Tengdar fréttir

Húsleit hjá Hannesi Smárasyni

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit að Fjölnisvegi 9 og 11 í morgun en þau hús eru skráð á eiginkonu Hannesar Smárasonar annarsvegar og hinsvegar á eignarhaldsfélag sem er í eigu Hannesar. Einnig var gerð húsleit hjá lögfræðistofunni Logos í tengslum við málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×