Viðskipti innlent

Össur með nýjan samning um viðskiptavakt í kauphöllinni í Köben

Össur hf. hefur í dag gert samning við SEB Enskilda Equities um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá félaginu segir að samningnum sé ætlað að auka viðskipti með hlutabréf Össurar í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og stuðla að skilvirkri og gegnsærri verðmyndun á hlutabréfum félagsins.

„Samkvæmt samningnum mun SEB setja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins alla viðskiptadaga í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn. Hvert tilboð skal að lágmarki vera 5.000 hlutir. Munur milli kaup- og sölutilboðs má ekki fara yfir 2,0%," segir ennfremur.

Össur var áður með samning um viðskiptavakt við Nordea. Honum hefur verið sagt upp og tekur uppsögnin gildi 31. desember 2009. Samningurinn við SEB tekur gildi 1. janúar 2010. Arion banki og Saga Capital Fjárfestingarbanki annast viðskiptavakt á hlutabréfum Össurar í kauphöll NASDAQ OMX á Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×