Þrjú lið til viðbótar komin inn á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 11:30 Frakkar fagna sigrinum á Portúgal í vikuni og sætinu á EM í Austurríki. Nordic Photos / AFP Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland
Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15
Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34