Erlent

Ísraelar hóta stórfelldum hefndarárásum

Ísraelskir hermenn.
Ísraelskir hermenn. Mynd/AP
Ísraelar segjast reiðubúnir að gera stórfelldar hefndarárásir á Líbanon ef framhald verður á eldflaugaskotum þaðan. Tveim eldflaugum var skotið yfir landamærin í gær. Ísraelar svöruðu með nokkrum fallbyssuskotum, en aðhöfðust ekki frekar.

Danny Ayalon, aðstoðarutanríkisráðherra, sagði í viðtali við ísraelska útvarpsstöð að þeir litu á þetta sem einangrað fyrirbrigði. Þeir ætluðust til þess að friðargæslumenn Sameinuðu þjóðanna og líbanski herinn kæmi í veg fyrir frekari árásir. Ef þeir gerðu það ekki væru Ísraelar hinsvegar reiðubúnir að taka málin í sínar hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×