Viðskipti innlent

Viðræður hefjast í dag um atvinnutækifæri í Kanada

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tekur á móti Nancy Allan, atvinnu- og innflytjendamálaráðherra Manitoba í Kanada í dag og munu ráðherrarnir funda um möguleg atvinnutækifæri Íslendinga í Kanada.

Í frétt um málið á vefsíðu Stjórnarráðsins segir að skortur sé á faglærðu vinnuafli í Manitoba og hefur Allan sýnt því áhuga að auðvelda atvinnulausum Íslendingum sem hafa áhuga á að starfa þar að fá tímabundið atvinnuleyfi.

Ásta R. Jóhannesdóttir segir markmið fundarins að ræða útfærslu á verkefninu og að stefnt sé að formlegu samkomulagi í lok vikunnar.

Allan mun í Íslandsheimsókn sinni kynna sér ástand atvinnu- og innflytjendamála hér á landi. Meðal annars mun hún heimsækja Útlendingastofnun, Alþjóðahús, Alþýðusamband Íslands og Samiðn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×