Viðskipti innlent

Stjórnendur Ísfélagsins reknir

Ægir Páll Friðbertsson.
Ægir Páll Friðbertsson. MYND/Heimasíða Ísfélagsins

Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyjavar sagt upp störfum í gær. Á fréttavefnum Eyjar.net segir að ástæða uppsagnarinnar sé tap félagsins af afleiðusamningum við íslenska banka.

Á síðunni er birt yfirlýsing undirrituð af stjórn Ísfélagsins þar sem segir að stjórnin telji að framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir valdheimildir sínar í störfum sínum. Í ljósi alvarleika málsins, eins og það er orðað, var því ekki um annað að ræða en að víkja Ægi frá störfum.

Eyjar.net segjast einnig hafa fengið það staðfest að Baldvini Johnsen, fjárreiðustjóra félagsins hafi einnig verið sagt upp í gær.



Ekki náðist í stjórnendur félagsins í morgun.

Hér má sjá fréttina á Eyjar.net










Fleiri fréttir

Sjá meira


×