Nýtt Ísland; nýtt lýðveldi 15. janúar 2009 05:00 Líf okkar er í eðli sínu sáraeinfalt; við stefnum að hamingju. Við viljum eignast skjól í heiminum, viljum elska og vera elskuð, og viljum eignast heimili, um þetta snýst allt saman, þarna er kjarninn. Og flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í réttlátu þjóðfélagi, viljum gæsku fremur en græðgi, öryggi framyfir gróða, traust umfram hagsmuni. Viljum ekki samfélag þar sem fáir ráða en fjöldinn hefur engin áhrif - og á heldur ekki að hafa. En þannig er Ísland samt í dag. Örfáir ráðamenn ráða því sem þeir vilja ráða, Alþingið lítið annað en áhrifalaus afgreiðslustaður, þingmenn kontóristar sem greiða atkvæði eftir flokkslínum. Ég hef verið vondaufur undanfarnar vikur, lesið greinar, fylgst með umræðum, mætt á Austurvöll, glaðst yfir nýjum röddum, nýju afli, kraftinum sem hrunið leysti úr læðingi. En nú hefur almenningur hrópað árangurslaust á breytingar í fjóra mánuði. Þið eruð ekki þjóðin, segir Ingibjörg Sólrún, byltingarkonan sem valdið virðist hafa eyðilagt, og Geir H. Haarde hlustar ekki einfaldlega vegna þess að hann kann ekki að hlusta. Geir er afsprengi þess flokksræðis sem við höfum búið við, líklega allar götur frá stofnun lýðveldis. Geir er sjálfsagt vænsti maður, en stjórnmálamaðurinn Geir H. Haarde stendur í vegi fyrir okkur, hann stendur í vegi fyrir breytingunum, hinu nýja afli sem er að rísa upp úr þjóðardjúpinu. Og strangt til tekið er rangt af mér að kalla Geir stjórnmálamann; hann er valdsmaður. Ófáir stjórnmálamenn á Íslandi, og einkum þeir sem hafa komist til umtalsverða áhrifa, hafa ósjálfrátt farið að líta á sig sem valdsmenn, menn valdsins; valdið tilheyrir þeim, ekki fólkinu. Hér stjórna ráðherrar, ekki Alþingi. Og við, hinn almenni maður, höfum ekkert um ákvarðanir þeirra að segja. Þeir ákveða að styðja innrás í Írak, þeir ákveða að gefa útvöldum aðilum auðlindir hafsins, og síðan bankana, þeir ákveða að leggja niður spítala, og gæla við að einkavæða þá. Við stöndum niðrá Austurvelli, sitjum á borgarafundi í Háskólabíói, hrópum og öskrum og mótmælum en það hefur nákvæmlega ekkert að segja. „Sjálfstæðismenn hafa ekki áhuga á pólitík", sagði Hannes Hómsteinn Gissurason, stjórnmálafræðingur; „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin." Og þannig vill Geir H. Haarde hafa okkur. Geir og valdafélagar hans. Ingibjörg og Björn, Össur og Guðlaugur, Valgerður og Siv. Þau vilja að við séum þæg. Þau vilja að við vinnum á daginn, förum síðan heim að borða, og séum áhugalaus um pólitík. Láti þau um sviðið. Og völdin. Þau kæra sig ekki um truflun. Rísi þjóðin upp, eins og hún hefur verið að gera, slá þau skjaldborg um valdið. Ég hef mætt niður á Austurvöll, lesið greinar, horft eða hlustað á umræðuþætti, talað við fólk og alls staðar fundið fyrir þessu nýja, mikla afli sem hrópar á breytingar, á nýja tíma. Ég hef glaðst yfir þessu, hrifist en síðan litið á fyrirstöðuna, Geir, Ingibjörgu og allt sem þau skýla: Davíð Oddssyni, siðspilltum peningamönnum, vanhæfum stjórnmálamönnum - og fyllst vonleysi. Stjórnvöld reyna að halda þjóðarkraftinum niðri og þess vegna þurfum við að koma þeim frá, með öllum tiltækum ráðum. Friðsamlega - ef hægt er. Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar bent okkur á þá einföldu staðreynd að ein af stóru ástæðunum fyrir hruninu, vaxandi atvinnuleysi, gjaldþroti fyrirtækja og einstaklinga og stigvaxandi vonleysi, sé sú að lýðræðið hafi gengið sér til húðar, kerfið virkar ekki, það er ónýtt; þar liggi meinsemdin. Hér sé flokksræði, ekki lýðræði, ráðherravald og áhrifalaust Alþingi. Sífellt fleiri tala nú um að á árunum 1944 - 2009 hafi Fyrsta lýðræði Íslands verið við lýði; en á þessu ári verði Annað lýðveldi Íslands að hefjast. Að eina leiðin út úr ógöngunum sé að endurskoða stjórnarskrána frá grunni, umbylta henni, auka áhrif Alþingis, auka áhrif fólksins. Þetta virðast í fyrsta augnakasti róttækar tillögur, en þær eru ekki róttækar, bara lífsnauðsynlegar. Ef við ætlum að rísa sem sjálfstæð sterk þjóð upp úr rústunum, þá verðum við að byggja upp á nýtt. Og frumskilyrðið er að koma fyrirstöðunni frá, stjórnvöldum sem vilja svo gjarnan að við höldum kjafti og látum þau alfarið um björgunaraðgerðir. Höldum kjafti og kjósum framboðslistana þeirra á fjögurra ára fresti. Það er þeirra hugmynd um lýðræðið, og þannig er Fyrsta lýðræði Íslands. Nú þarf að breyta því. Allir verða að taka afstöðu. Það má enginn standa til hliðar. Þetta eru hvörfin. Hver manneskja verður að gera upp við sig hvernig þjóðfélagi hún kýs að búa í, og skapa niðjum sínum. Sækist hún eftir þjóðfélagi klíkuskapar, ójafnaðar, flokksræðis og ráðherravalds, þá tekur hún ekki þátt í neinu. Hún mætir ekki á Austurvöll, fer aldrei á borgarafund, hún styður ríkjandi ástand með því að sitja heima. Hún sættir sig við að fjárglæframenn komist undan með milljarða sína, sumarhallir, lúxusíbúðir í útlöndum, snekkjur og einkaþotur. Lýsir því yfir að hún treysti þeim stjórnvöldum, og því lýðræðiskerfi sem keyrðu okkur í kaf, fyrir framtíð sinni. Hún lýsir því yfir að ekkert eigi að breytast. En þeir sem vilja breytingar verða hins vegar að sýna það í verki, það er ekki lengur hægt að víkja sér undan, ekki í þetta sinn, ekki núna. Það er borgaraleg skylda okkar að rísa upp. Og það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Skrifa í blöðin. Mæta á borgarafundi, á mótmælafundina á Austurvelli. Grýta eggjum. Hver manneskja velur sína leið. En hún verður að velja. Hún verður að gera eitthvað. Það er eina mögulega leiðin að þrýsta á breytingar. Það er eina leiðin að réttlætinu. Við verðum að rísa upp, í tugþúsundatali; þrjátíu, fjörutíu þúsund manns verða að mæta á Austurvöll og hrópa á nýtt Ísland. Ekki uppstokkun ráðherra, ekki neinn fjandans kattarþvott heldur umbyltingu. Nýtt lýðveldi - Annað lýðveldi Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Líf okkar er í eðli sínu sáraeinfalt; við stefnum að hamingju. Við viljum eignast skjól í heiminum, viljum elska og vera elskuð, og viljum eignast heimili, um þetta snýst allt saman, þarna er kjarninn. Og flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í réttlátu þjóðfélagi, viljum gæsku fremur en græðgi, öryggi framyfir gróða, traust umfram hagsmuni. Viljum ekki samfélag þar sem fáir ráða en fjöldinn hefur engin áhrif - og á heldur ekki að hafa. En þannig er Ísland samt í dag. Örfáir ráðamenn ráða því sem þeir vilja ráða, Alþingið lítið annað en áhrifalaus afgreiðslustaður, þingmenn kontóristar sem greiða atkvæði eftir flokkslínum. Ég hef verið vondaufur undanfarnar vikur, lesið greinar, fylgst með umræðum, mætt á Austurvöll, glaðst yfir nýjum röddum, nýju afli, kraftinum sem hrunið leysti úr læðingi. En nú hefur almenningur hrópað árangurslaust á breytingar í fjóra mánuði. Þið eruð ekki þjóðin, segir Ingibjörg Sólrún, byltingarkonan sem valdið virðist hafa eyðilagt, og Geir H. Haarde hlustar ekki einfaldlega vegna þess að hann kann ekki að hlusta. Geir er afsprengi þess flokksræðis sem við höfum búið við, líklega allar götur frá stofnun lýðveldis. Geir er sjálfsagt vænsti maður, en stjórnmálamaðurinn Geir H. Haarde stendur í vegi fyrir okkur, hann stendur í vegi fyrir breytingunum, hinu nýja afli sem er að rísa upp úr þjóðardjúpinu. Og strangt til tekið er rangt af mér að kalla Geir stjórnmálamann; hann er valdsmaður. Ófáir stjórnmálamenn á Íslandi, og einkum þeir sem hafa komist til umtalsverða áhrifa, hafa ósjálfrátt farið að líta á sig sem valdsmenn, menn valdsins; valdið tilheyrir þeim, ekki fólkinu. Hér stjórna ráðherrar, ekki Alþingi. Og við, hinn almenni maður, höfum ekkert um ákvarðanir þeirra að segja. Þeir ákveða að styðja innrás í Írak, þeir ákveða að gefa útvöldum aðilum auðlindir hafsins, og síðan bankana, þeir ákveða að leggja niður spítala, og gæla við að einkavæða þá. Við stöndum niðrá Austurvelli, sitjum á borgarafundi í Háskólabíói, hrópum og öskrum og mótmælum en það hefur nákvæmlega ekkert að segja. „Sjálfstæðismenn hafa ekki áhuga á pólitík", sagði Hannes Hómsteinn Gissurason, stjórnmálafræðingur; „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin." Og þannig vill Geir H. Haarde hafa okkur. Geir og valdafélagar hans. Ingibjörg og Björn, Össur og Guðlaugur, Valgerður og Siv. Þau vilja að við séum þæg. Þau vilja að við vinnum á daginn, förum síðan heim að borða, og séum áhugalaus um pólitík. Láti þau um sviðið. Og völdin. Þau kæra sig ekki um truflun. Rísi þjóðin upp, eins og hún hefur verið að gera, slá þau skjaldborg um valdið. Ég hef mætt niður á Austurvöll, lesið greinar, horft eða hlustað á umræðuþætti, talað við fólk og alls staðar fundið fyrir þessu nýja, mikla afli sem hrópar á breytingar, á nýja tíma. Ég hef glaðst yfir þessu, hrifist en síðan litið á fyrirstöðuna, Geir, Ingibjörgu og allt sem þau skýla: Davíð Oddssyni, siðspilltum peningamönnum, vanhæfum stjórnmálamönnum - og fyllst vonleysi. Stjórnvöld reyna að halda þjóðarkraftinum niðri og þess vegna þurfum við að koma þeim frá, með öllum tiltækum ráðum. Friðsamlega - ef hægt er. Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar bent okkur á þá einföldu staðreynd að ein af stóru ástæðunum fyrir hruninu, vaxandi atvinnuleysi, gjaldþroti fyrirtækja og einstaklinga og stigvaxandi vonleysi, sé sú að lýðræðið hafi gengið sér til húðar, kerfið virkar ekki, það er ónýtt; þar liggi meinsemdin. Hér sé flokksræði, ekki lýðræði, ráðherravald og áhrifalaust Alþingi. Sífellt fleiri tala nú um að á árunum 1944 - 2009 hafi Fyrsta lýðræði Íslands verið við lýði; en á þessu ári verði Annað lýðveldi Íslands að hefjast. Að eina leiðin út úr ógöngunum sé að endurskoða stjórnarskrána frá grunni, umbylta henni, auka áhrif Alþingis, auka áhrif fólksins. Þetta virðast í fyrsta augnakasti róttækar tillögur, en þær eru ekki róttækar, bara lífsnauðsynlegar. Ef við ætlum að rísa sem sjálfstæð sterk þjóð upp úr rústunum, þá verðum við að byggja upp á nýtt. Og frumskilyrðið er að koma fyrirstöðunni frá, stjórnvöldum sem vilja svo gjarnan að við höldum kjafti og látum þau alfarið um björgunaraðgerðir. Höldum kjafti og kjósum framboðslistana þeirra á fjögurra ára fresti. Það er þeirra hugmynd um lýðræðið, og þannig er Fyrsta lýðræði Íslands. Nú þarf að breyta því. Allir verða að taka afstöðu. Það má enginn standa til hliðar. Þetta eru hvörfin. Hver manneskja verður að gera upp við sig hvernig þjóðfélagi hún kýs að búa í, og skapa niðjum sínum. Sækist hún eftir þjóðfélagi klíkuskapar, ójafnaðar, flokksræðis og ráðherravalds, þá tekur hún ekki þátt í neinu. Hún mætir ekki á Austurvöll, fer aldrei á borgarafund, hún styður ríkjandi ástand með því að sitja heima. Hún sættir sig við að fjárglæframenn komist undan með milljarða sína, sumarhallir, lúxusíbúðir í útlöndum, snekkjur og einkaþotur. Lýsir því yfir að hún treysti þeim stjórnvöldum, og því lýðræðiskerfi sem keyrðu okkur í kaf, fyrir framtíð sinni. Hún lýsir því yfir að ekkert eigi að breytast. En þeir sem vilja breytingar verða hins vegar að sýna það í verki, það er ekki lengur hægt að víkja sér undan, ekki í þetta sinn, ekki núna. Það er borgaraleg skylda okkar að rísa upp. Og það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Skrifa í blöðin. Mæta á borgarafundi, á mótmælafundina á Austurvelli. Grýta eggjum. Hver manneskja velur sína leið. En hún verður að velja. Hún verður að gera eitthvað. Það er eina mögulega leiðin að þrýsta á breytingar. Það er eina leiðin að réttlætinu. Við verðum að rísa upp, í tugþúsundatali; þrjátíu, fjörutíu þúsund manns verða að mæta á Austurvöll og hrópa á nýtt Ísland. Ekki uppstokkun ráðherra, ekki neinn fjandans kattarþvott heldur umbyltingu. Nýtt lýðveldi - Annað lýðveldi Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun