Hvað verður um þegna þessa lands? Björg Þórðardóttir skrifar 20. júní 2009 06:00 Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort ég búi virkilega í sama landi og þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Það eru þau og flokkssystkini þeirra sem eru afrakstur „Búsáhaldabyltingarinnar" og stór hluti þjóðarinnar lagði traust sitt á að þau kæmu hinum almenna borgara til hjálpar. Leiðréttu skuldastöðu heimilanna og kæmu bönkum í starfhæft ástand þannig að þeir færu að sinna fjárþörf fyrirtækjanna svo hjólin færu að snúast á nýjan leik. Ég ætla ekki að fara í það hlutverk að túlka þá stöðu sem kom upp sl. haust, læt öðrum það eftir því nú keppist fólk við að koma sínum skýringum á hruninu á spjöld sögunnar og hver bókin af annarri kemur út um það. Bloggarar landsins hafa ekki legið á liði sínu og hefur verið fróðlegt að skoða margt af því sem komið hefur fram í bloggheimum. Væntanlega eru nú þúsundir Íslendinga agndofa yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar landsins að hafa haft það sem forgangsverkefni að ganga til samninga við Breta um Icesave-reikningana með þeim hætti sem við höfum verið upplýst um í fjölmiðlum. Nær hefði verið fyrir ríkisstjórnina að hafa það sem forgangsverkefni að horfast í augu við þá slæmu stöðu sem heimili og fyrirtæki landsins standa frami fyrir og greiða úr vandamálum þeirra á raunhæfan hátt. Leiðrétta þarf þá miklu hækkun á höfuðstól íbúðalána sem átt hefur sér stað með því mikla og óraunhæfa skriði vísitölunnar. Sú leiðrétting ætti að gilda frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag. Í framhaldi af því þarf að afnema vísitölubindingu lána hér á landi. Einnig ætti að kanna leiðréttingu lána fyrirtækja með sama hætti. Hagsmunasamtök heimilanna eru samtök sem þú lesandi góður ættir að skrá þig í. Meðlimir í samtökunum eru á þriðja þúsund og hægt er að skrá sig í samtökin á vefsíðunni www.heimilin.is Með þátttöku þúsunda Íslendinga í þessum samtökum verður vonandi hægt að koma stjórnmálamönnunum í skilning um að þeir þurfi að vinna fyrir fólkið í landinu. Þeir þurfa að hlusta á þá kröfu samtakanna að gera leiðréttingu á höfuðstól íbúðarlána og afnema vísitölubindingu lána í kjölfarið. Snúum bökum saman og mótmælum aðgerðaleysi stjórnvalda. Það þarf að grípa til áhrifameiri aðgerða en að lemja potta og pönnur. Nú er það ykkar lesendur góðir að koma með tillögur um hvað gera skal og koma þeim á framfæri á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna www.heimili.is. Gerum þessi samtök að virku afli. Því það sem blasir við þjóðinni í okkar góða landi er að heimilin og fyrirtækin eru að brenna upp. Höfundur er markaðs- og sölustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort ég búi virkilega í sama landi og þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Það eru þau og flokkssystkini þeirra sem eru afrakstur „Búsáhaldabyltingarinnar" og stór hluti þjóðarinnar lagði traust sitt á að þau kæmu hinum almenna borgara til hjálpar. Leiðréttu skuldastöðu heimilanna og kæmu bönkum í starfhæft ástand þannig að þeir færu að sinna fjárþörf fyrirtækjanna svo hjólin færu að snúast á nýjan leik. Ég ætla ekki að fara í það hlutverk að túlka þá stöðu sem kom upp sl. haust, læt öðrum það eftir því nú keppist fólk við að koma sínum skýringum á hruninu á spjöld sögunnar og hver bókin af annarri kemur út um það. Bloggarar landsins hafa ekki legið á liði sínu og hefur verið fróðlegt að skoða margt af því sem komið hefur fram í bloggheimum. Væntanlega eru nú þúsundir Íslendinga agndofa yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar landsins að hafa haft það sem forgangsverkefni að ganga til samninga við Breta um Icesave-reikningana með þeim hætti sem við höfum verið upplýst um í fjölmiðlum. Nær hefði verið fyrir ríkisstjórnina að hafa það sem forgangsverkefni að horfast í augu við þá slæmu stöðu sem heimili og fyrirtæki landsins standa frami fyrir og greiða úr vandamálum þeirra á raunhæfan hátt. Leiðrétta þarf þá miklu hækkun á höfuðstól íbúðalána sem átt hefur sér stað með því mikla og óraunhæfa skriði vísitölunnar. Sú leiðrétting ætti að gilda frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag. Í framhaldi af því þarf að afnema vísitölubindingu lána hér á landi. Einnig ætti að kanna leiðréttingu lána fyrirtækja með sama hætti. Hagsmunasamtök heimilanna eru samtök sem þú lesandi góður ættir að skrá þig í. Meðlimir í samtökunum eru á þriðja þúsund og hægt er að skrá sig í samtökin á vefsíðunni www.heimilin.is Með þátttöku þúsunda Íslendinga í þessum samtökum verður vonandi hægt að koma stjórnmálamönnunum í skilning um að þeir þurfi að vinna fyrir fólkið í landinu. Þeir þurfa að hlusta á þá kröfu samtakanna að gera leiðréttingu á höfuðstól íbúðarlána og afnema vísitölubindingu lána í kjölfarið. Snúum bökum saman og mótmælum aðgerðaleysi stjórnvalda. Það þarf að grípa til áhrifameiri aðgerða en að lemja potta og pönnur. Nú er það ykkar lesendur góðir að koma með tillögur um hvað gera skal og koma þeim á framfæri á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna www.heimili.is. Gerum þessi samtök að virku afli. Því það sem blasir við þjóðinni í okkar góða landi er að heimilin og fyrirtækin eru að brenna upp. Höfundur er markaðs- og sölustjóri.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun