Innlent

Eldur í lýsisflutningaskipi í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Snögg og rétt viðbrögð áhafnar á erlendu lýsisflutningaskipi komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins þar sem það lá í Vestmannaeyjahöfn í gækvöldi og var að dæla lýsisfarmi um borð.

Eldurinn kviknaði út frá lausri pústgrein í vélarrúminu og hafði áhöfninni tekist að slökkva hann þegar slökkviliðið í Eyjum kom á vettvang. Reykkafarar úr því fóru niður í vélarrúmið til að ganga úr skugga um að enginn eldur logaði lengur og síðan var vélarrúmið reykræst. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir urðu á vélbúnaði, en engar skemmdir urðu á farminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×